Á námskeiðinu verður fjallað um ólíkar hliðar á menningu danskra unglinga eins og hún birtist í bókmenntum, fjölmiðlum, kvikmynum og á netinu. Beint verður sjónum að megineinkennum unglingamenningar almennt eins og hún birtist í sjónvarpsefni fyrir unglinga og á menningu jaðarhópa á borð við æskulýðsheimilið (Ungdomshuset) á Jagvej í Kaupmannahöfn. Á námskeiðinu verður fjallað um unglingamál, samskipti unglinga (t.d. sms), fjölmiðla og önnnur birtingaform unglingamenningar.

1.Þekking og skilningur:

1.1  . hafa innsýn í ólíka þætti unglingamenningar

1.2  . hafa á valdi sínu danskt fagmál sem tengist efni námskeiðsins

 2.Tegund þekkingar:

2.1. hafa þekkingu á mismunandi sviðum unglingamenningar og

       birtingarmyndir hennar

2.2. þekkja á hvaða hátt unglingamenning er frábrugðin annars konar menningu

2.3. þekkja helstu skrif um efnið

3. Hagnýt hæfni:

3.1. geta talað og skrifað um unglingamenninga frá ýmsum

       sjónarhornum

3.2. hafa á valdi sínu danskt fagmál sem tengist efni námskeiðsins

 4.Fræðileg hæfni:

4.1.  skilja og geta greint tengsl milli þróunar unglingamenningar og þjóðfélagsþróunar, menningarstrauma og stjórnmálastefnur

 5.Hæfni til samskipta, upplýsinga, tækni og í tölvulæsi:

5.1.  Nemendur eru færir um að túlka, kynna og miðla efni námskeiðsins skýrt og skilmerkilega

5.2.  Nemendur geta beitt nútíma tækni og hugbúnaði í tengslum við upplýsingaöflun og meðferð gagna

5.3.  Nemendur geta aflað efnis og metið gildi þess

 6. Almenn námshæfni:

6.1.  Nemendur hafa tileinkað sér nauðsynlegan þekkingargrunn og hæfni til að afla sér frekari þekkingar á sviðinu